Savickas sigraði í Quebec 28. september 2005 00:01 Keppnin Mótið var haldið í íshokkíhöll borgarinnar og mættu um 6000 áhorfendur hvorn dag, nokkrir Íslendingar voru á svæðinu en þetta árið hafði engin frá Íslandi komist gegnum undankeppnirnar. Magnús Ver Magnússon fjórfaldur sterkasti maður heims var yfirdómari á mótinu ásamt Douglas Edmund frá Skotlandi. Mótið var allt hið glæsilegasta og vel að öllu staðið, allur aðbúnaður til fyrirmyndar og höfðu I.F.S.A menn meðal annars látið smíða nýjan glæsilegan keppnisbúnað fyrir allar greinar sem m.a. hjálpar til við að samhæfa heimsmet og auðveldar að bera saman árangur á milli móta. Augljóst var af umfangi mótsins að aflraunir eru eitt mest vaxandi sport í heiminum og sást það m.a. á verðlaunafé mótsins sem var samtals 13.5 milljónir króna. Það vakti athygli hversu sterkir austantjaldsmenn voru á þessu móti en þeir voru í 5 efstu sætunum. Meðal keppenda voru m.a. Svendt Karlsen frá Noregi sem var sterkasti maður heims 2001 en hann þurfti að hætta eftir fyrsta dag vegna hnémeiðsla, Magnus Samuelsson frá Svíþjóð en hann hefur einnig verið sterkasti maður heims en náði áttunda sæti í ár. Frá Bandaríkjunum var Karl Gillingham sem átti við axlameiðsli að stríða og endaði tólfti, einnig frá Bandaríkjunum var Phil Pfister sem átti hörku gott mót og endaði sjötti en þriðji keppandinn frá Bandaríkjunum var Travis Ortmeyer sem er eingöngu 24 ára gamall en náði samt að vinna síðustu greinina og setja heimsmet í nýju aflraunasteinunum, hann endaði í tíunda sæti í heildarkeppninni. Frá Finlandi kom Tomi Lotta sem átti ágæta byrjun en veiktist eftir fyrsta dag og helltist því úr keppni, frá Póllandi kom Robert Szchpanski en hann setti heimsmet með því að labba með I.F.S.A. skjöldinn sem er svipuð grein og Íslenska Húsafellshellan, Robert labbaði með skjöldinn sem er 182.5kg slétta 100 metra. Andrus Murumets frá Eistlandi setti heimsmet í bóndagöngu en hún var mun þyngri en gengur og gerist en keppendur þurftu að bera 160kg. Í hvorri hönd 50m braut og Andrus var sá eini sem náði að klára þá vegalengd. Sydrunas Savickas frá Litháen sigraði mótið og setti 3 heimsmet, fyrsta metið var í 30m uxagöngu þar sem keppendur bera 410kg. Þungar kleifar á herðum sér og náði Sydrunas tímanum 16.14 sek. Næsta met setti hann í Appollo öxlalyftunni sem snýst um að lyfta 155kg. Þungum öxli með stálhjólum á frá sköflung og enda með útréttar hendur yfir höfuð eins oft og hægt er á 90 sek. en Sydrunas náði 8 lyftum en fyrra met var 5 lyftur. Síðasta metið setti hann svo í réttstöðulyftu þar sem keppt var að lyfta 320kg þungri stöng frá gólfi uppað mjöðm sem oftast á 90 sek. Sydrunas lyfti stönginni 10 sinnum en fyrra met var 8 lyftur. Úrslitin urðu annars þessi Sydrunas Savickas Litháen 103 Vasyl Virastyuk Úkraínu 96 Mikhail Kokylaev Rússlandi 93,5 Andrus Murumets Eistlandi 86 Raimonds Bergmanis Lettlandi 84,5 Phil Pfister USA 82,5 Vidas Blekaitis Litháen 81,5 Magnus Samuelsson Svíðþjóð 69 Robert Szchpanski Póllandi 67 Travis Ortmayer USA 64,5 Geoff Dolan Kanada 54,5 Karl Gillingham USA 43 Mark Felix Grenada 42,5 Igor Pedan Rússlandi 42 Svendt Karlsen Noregi hætti keppni vegna hnémeiðsla Tommi Lotta Finlandi hætti keppni vegna veikinda Íþróttir Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Keppnin Mótið var haldið í íshokkíhöll borgarinnar og mættu um 6000 áhorfendur hvorn dag, nokkrir Íslendingar voru á svæðinu en þetta árið hafði engin frá Íslandi komist gegnum undankeppnirnar. Magnús Ver Magnússon fjórfaldur sterkasti maður heims var yfirdómari á mótinu ásamt Douglas Edmund frá Skotlandi. Mótið var allt hið glæsilegasta og vel að öllu staðið, allur aðbúnaður til fyrirmyndar og höfðu I.F.S.A menn meðal annars látið smíða nýjan glæsilegan keppnisbúnað fyrir allar greinar sem m.a. hjálpar til við að samhæfa heimsmet og auðveldar að bera saman árangur á milli móta. Augljóst var af umfangi mótsins að aflraunir eru eitt mest vaxandi sport í heiminum og sást það m.a. á verðlaunafé mótsins sem var samtals 13.5 milljónir króna. Það vakti athygli hversu sterkir austantjaldsmenn voru á þessu móti en þeir voru í 5 efstu sætunum. Meðal keppenda voru m.a. Svendt Karlsen frá Noregi sem var sterkasti maður heims 2001 en hann þurfti að hætta eftir fyrsta dag vegna hnémeiðsla, Magnus Samuelsson frá Svíþjóð en hann hefur einnig verið sterkasti maður heims en náði áttunda sæti í ár. Frá Bandaríkjunum var Karl Gillingham sem átti við axlameiðsli að stríða og endaði tólfti, einnig frá Bandaríkjunum var Phil Pfister sem átti hörku gott mót og endaði sjötti en þriðji keppandinn frá Bandaríkjunum var Travis Ortmeyer sem er eingöngu 24 ára gamall en náði samt að vinna síðustu greinina og setja heimsmet í nýju aflraunasteinunum, hann endaði í tíunda sæti í heildarkeppninni. Frá Finlandi kom Tomi Lotta sem átti ágæta byrjun en veiktist eftir fyrsta dag og helltist því úr keppni, frá Póllandi kom Robert Szchpanski en hann setti heimsmet með því að labba með I.F.S.A. skjöldinn sem er svipuð grein og Íslenska Húsafellshellan, Robert labbaði með skjöldinn sem er 182.5kg slétta 100 metra. Andrus Murumets frá Eistlandi setti heimsmet í bóndagöngu en hún var mun þyngri en gengur og gerist en keppendur þurftu að bera 160kg. Í hvorri hönd 50m braut og Andrus var sá eini sem náði að klára þá vegalengd. Sydrunas Savickas frá Litháen sigraði mótið og setti 3 heimsmet, fyrsta metið var í 30m uxagöngu þar sem keppendur bera 410kg. Þungar kleifar á herðum sér og náði Sydrunas tímanum 16.14 sek. Næsta met setti hann í Appollo öxlalyftunni sem snýst um að lyfta 155kg. Þungum öxli með stálhjólum á frá sköflung og enda með útréttar hendur yfir höfuð eins oft og hægt er á 90 sek. en Sydrunas náði 8 lyftum en fyrra met var 5 lyftur. Síðasta metið setti hann svo í réttstöðulyftu þar sem keppt var að lyfta 320kg þungri stöng frá gólfi uppað mjöðm sem oftast á 90 sek. Sydrunas lyfti stönginni 10 sinnum en fyrra met var 8 lyftur. Úrslitin urðu annars þessi Sydrunas Savickas Litháen 103 Vasyl Virastyuk Úkraínu 96 Mikhail Kokylaev Rússlandi 93,5 Andrus Murumets Eistlandi 86 Raimonds Bergmanis Lettlandi 84,5 Phil Pfister USA 82,5 Vidas Blekaitis Litháen 81,5 Magnus Samuelsson Svíðþjóð 69 Robert Szchpanski Póllandi 67 Travis Ortmayer USA 64,5 Geoff Dolan Kanada 54,5 Karl Gillingham USA 43 Mark Felix Grenada 42,5 Igor Pedan Rússlandi 42 Svendt Karlsen Noregi hætti keppni vegna hnémeiðsla Tommi Lotta Finlandi hætti keppni vegna veikinda
Íþróttir Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira