Guðjón sá besti í sinni stöðu 27. september 2005 00:01 Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach, hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er á meðal markahæstu manna og Gummersbach með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, er ákaflega hrifinn af frammistöðu Guðjóns Vals."Hann er besti vinstri hornamaðurinn í deildinni og var það líka í fyrra. Guðjón Valur er öflugur alhliða leikmaður og hefur spilað feikilega vel í haust," sagði Alfreð við Fréttablaðið.Guðjón Valur segir rosalega gaman að fá svona ummæli frá fagmanni eins og Alfreð sem er á meðal fremstu handboltaþjálfara í heiminum. "Ég get ekki sagt að ég skari fram úr öðrum hornamönnum í minni stöðu. Mér og mínu liði hefur gengið vel í haust en mér finnst þetta rökrétt framhald af síðasta vetri þegar ég lék með Essen," segir Guðjón Valur sem varð Evrópumeistari með liðinu í vor.Guðjón Valur lét ekki deigan síga í sumarfríinu og leitaði til Jóns Arnars Magnússonar tugþrautakappa til að koma sér í enn betra form. "Ég fékk Jón Arnar til að pína mig í sumar. Hann samdi æfingaprógamm fyrir mig og ég mætti í ræktina til hans þegar hann var að æfa. Það var frábært að æfa með svona afburða íþróttamanni eins og Jóni Arnari. Í samanburði við hann var ég eins og byrjandi." Þjálfari Gummersbach, Króatinn Velimir Kljaic, sagði í samtali við Fréttablaðið að Guðjón Valur væri vissulega bestur í sinni stöðu og þegar kemur að markaskorun komi hraðinn að góðum notum. "Lars Christiansen og Stefan Kretzschmar eru öðruvísi týpur. Kretzschmar fer fljótlega að hætta og Christiansen er góður þegar það er ekki mikið undir. Guðjón Valur er mjög fjölhæfur leikmaður, alltaf duglegur og hefur góð áhrif á liðsandann." Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach, hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er á meðal markahæstu manna og Gummersbach með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, er ákaflega hrifinn af frammistöðu Guðjóns Vals."Hann er besti vinstri hornamaðurinn í deildinni og var það líka í fyrra. Guðjón Valur er öflugur alhliða leikmaður og hefur spilað feikilega vel í haust," sagði Alfreð við Fréttablaðið.Guðjón Valur segir rosalega gaman að fá svona ummæli frá fagmanni eins og Alfreð sem er á meðal fremstu handboltaþjálfara í heiminum. "Ég get ekki sagt að ég skari fram úr öðrum hornamönnum í minni stöðu. Mér og mínu liði hefur gengið vel í haust en mér finnst þetta rökrétt framhald af síðasta vetri þegar ég lék með Essen," segir Guðjón Valur sem varð Evrópumeistari með liðinu í vor.Guðjón Valur lét ekki deigan síga í sumarfríinu og leitaði til Jóns Arnars Magnússonar tugþrautakappa til að koma sér í enn betra form. "Ég fékk Jón Arnar til að pína mig í sumar. Hann samdi æfingaprógamm fyrir mig og ég mætti í ræktina til hans þegar hann var að æfa. Það var frábært að æfa með svona afburða íþróttamanni eins og Jóni Arnari. Í samanburði við hann var ég eins og byrjandi." Þjálfari Gummersbach, Króatinn Velimir Kljaic, sagði í samtali við Fréttablaðið að Guðjón Valur væri vissulega bestur í sinni stöðu og þegar kemur að markaskorun komi hraðinn að góðum notum. "Lars Christiansen og Stefan Kretzschmar eru öðruvísi týpur. Kretzschmar fer fljótlega að hætta og Christiansen er góður þegar það er ekki mikið undir. Guðjón Valur er mjög fjölhæfur leikmaður, alltaf duglegur og hefur góð áhrif á liðsandann."
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Sjá meira