Undrandi og hneykslaður 27. september 2005 00:01 "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist." Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist."
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira