Beindi Jónínu til yfirvalda 26. september 2005 00:01 Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira