Handboltinn í dag 23. september 2005 00:01 Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira