Fráleitar ásakanir um dylgjur 22. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð." Baugsmálið Innlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð."
Baugsmálið Innlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira