Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC 22. september 2005 00:01 Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira