Fram með besta þjálfarann 20. september 2005 00:01 "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
"Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira