Skortur hreinsunarstöðva skýringin 17. október 2005 23:43 Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Komið hafa fram tillögur að auka framleiðsluna um fimm hundruð þúsund föt á dag og einnig um að setja varabirgðir á markað til þess að ná verðinu niður. Olíumálaráðherrar ríkjanna segja hins vegar að þeim sé vandi á höndum því í raun sé enginn skortur á olíu. Það sem skorti sé olíuhreinsunarstöðvar. Tugum olíuhreinsunarstöðva var lokað á suðurströnd Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir og ljóst að margar þeirra hefja ekki vinnslu á næstunni. Olíumálaráðherrarnir spyrja því nokkuð eðlilega til hvers þeir eigi að vera að dæla upp meiri olíu, ef ekki er hægt að koma henni á markaðinn. Framleiðslan sé þegar meiri en nægileg til þess að mæta eftirspurn og varabirgðir séu nægar í flestum vestrænum ríkjum. Ráðherrarnir nefna sem dæmi að Bandaríkjastjórn hafi sett þrjátíu milljón tonn af hráolíu úr varabirgðum sínum á markað eftir Katrínu en ekki seldust nema ellefu milljón föt þar sem hreinsistöðvarnar gátu ekki tekið við meiru. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samtök olíuframleiðsluríkja segja að það sé ekki skortur á olíu sem valdi háu bensínverði heldur skortur á hreinsunarstöðvum. OPEC ríkin eru nú á fundi í Austurríki um hvað þau geti gert til þess að ná eldsneytisverði niður í einhver þolanleg mörk. Komið hafa fram tillögur að auka framleiðsluna um fimm hundruð þúsund föt á dag og einnig um að setja varabirgðir á markað til þess að ná verðinu niður. Olíumálaráðherrar ríkjanna segja hins vegar að þeim sé vandi á höndum því í raun sé enginn skortur á olíu. Það sem skorti sé olíuhreinsunarstöðvar. Tugum olíuhreinsunarstöðva var lokað á suðurströnd Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir og ljóst að margar þeirra hefja ekki vinnslu á næstunni. Olíumálaráðherrarnir spyrja því nokkuð eðlilega til hvers þeir eigi að vera að dæla upp meiri olíu, ef ekki er hægt að koma henni á markaðinn. Framleiðslan sé þegar meiri en nægileg til þess að mæta eftirspurn og varabirgðir séu nægar í flestum vestrænum ríkjum. Ráðherrarnir nefna sem dæmi að Bandaríkjastjórn hafi sett þrjátíu milljón tonn af hráolíu úr varabirgðum sínum á markað eftir Katrínu en ekki seldust nema ellefu milljón föt þar sem hreinsistöðvarnar gátu ekki tekið við meiru.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira