Birgir Leifur varð ellefti

Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig mjög vel á Rotterdam-mótinu í golfi og varð í 11. sæti ásamt Englendingum Sam Walker á fjórum höggum undir pari. Ólöf María Jónsdóttir varð í 40.-45. sæti á Evrópumóti kvenna í Hollandi sem lauk um helgina. Hún lék á ellefu höggum yfir pari. Heiðar Davíð Bragason varð sjötti á Norðurlandamótinu í Noregi. Íslensku karla- og kvennaliðin urðu í 4. sæti.