Sport

Peugeot-menn hættir í HM í rallý?

Svo gæti farið að Peugeot-bílaframleiðandinn keppi ekki meira í heimsmeistaramótinu í rallakstri. Breski aðstoðarökumaðurinn Michael Park lést í gærmorgun þegar bíll Eistans Marko Martins ók út af í breska rallinu í Wales. Peugeot hafði ákveðið að taka ekki þátt í rallinu á næsta ári en fjórar umferðir eru eftir af þessari keppnistíð. Eftir slysið ákvað Peugeot að finnski ökuþórinn Markus Grönholm myndi ekki halda áfram. Frakkinn Sebastian Loeb gat þá tryggt sér heimsmeistaratitilinn en hann dró strax úr hraðanum sem varð til þess að hann tryggði sér ekki titilinn. Loeb er með 99 stig þegar fjórar umferðir eru eftir og er 34 stigum á undan Norðmanninum Petter Solberg og 38 á eftir Grönholm. Í keppni bílaframleiðenda hefur Citroen 20 stiga forystu á Peugeot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×