Halldór tapar trúnaði flokksins 18. september 2005 00:01 Framsóknarmenn, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, segja að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, njóti ekki lengur nægilegs trúnaðar og þurfi jafnvel að víkja, eigi að tryggja Framsóknarflokknum gott gengi í næstu þingkosningum. Með yfirlýsingu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lýsti yfir framboði Íslands til öryggisráðsins, hafi Halldór enn og aftur tekið ákvörðun sem ekki hafi verið samþykkt í þingflokknum. Framsóknarmenn eru ósáttir við framgöngu Halldórs af tveimur ástæðum. Annars vegar eru margir í grasrótinni óánægðir með ákvörðunina sjálfa og eru á móti því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Hins vegar er óánægja í þingflokknum yfir því að Halldór skuli hafa lýst framboði Íslands yfir og þar með gert Framsóknarflokkinn ábyrgan fyrir ákvörðuninni í stað þess að leita eftir þeirri þverpólitísku samstöðu sem auðveldlega hefði átt að nást um málið, eða jafnvel að láta Geir H. Haarde, tilvonandi utanríkisráðherra, um yfirlýsinguna eins og Davíð Oddsson, fráfarandi utanríksiráðherra, hafði lagt til. Heimildarmenn úr þingflokknum óttast að með því að lýsa yfir framboðinu hafi Halldór því gert Framsóknarflokkinn ábyrgan og að öll sú gagnrýni sem upp geti komið, annars vegar vegna kostnaðarins sem af framboðinu hlýst og hins vegar ef við náum ekki sæti, beinist þá að Framsóknarflokknum einum, en hann megi síst við því. Heimildarmenn Fréttablaðsins, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, ganga jafnvel svo langt að segja að öll forysta flokksins þurfi að fara frá því hún hafi gerst sek um að koma flokknum í þau vandræði sem hann er nú í, með því að tryggja ekki að samráð hafi verið um stór mál innan flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Framsóknarmenn, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, segja að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, njóti ekki lengur nægilegs trúnaðar og þurfi jafnvel að víkja, eigi að tryggja Framsóknarflokknum gott gengi í næstu þingkosningum. Með yfirlýsingu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lýsti yfir framboði Íslands til öryggisráðsins, hafi Halldór enn og aftur tekið ákvörðun sem ekki hafi verið samþykkt í þingflokknum. Framsóknarmenn eru ósáttir við framgöngu Halldórs af tveimur ástæðum. Annars vegar eru margir í grasrótinni óánægðir með ákvörðunina sjálfa og eru á móti því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Hins vegar er óánægja í þingflokknum yfir því að Halldór skuli hafa lýst framboði Íslands yfir og þar með gert Framsóknarflokkinn ábyrgan fyrir ákvörðuninni í stað þess að leita eftir þeirri þverpólitísku samstöðu sem auðveldlega hefði átt að nást um málið, eða jafnvel að láta Geir H. Haarde, tilvonandi utanríkisráðherra, um yfirlýsinguna eins og Davíð Oddsson, fráfarandi utanríksiráðherra, hafði lagt til. Heimildarmenn úr þingflokknum óttast að með því að lýsa yfir framboðinu hafi Halldór því gert Framsóknarflokkinn ábyrgan og að öll sú gagnrýni sem upp geti komið, annars vegar vegna kostnaðarins sem af framboðinu hlýst og hins vegar ef við náum ekki sæti, beinist þá að Framsóknarflokknum einum, en hann megi síst við því. Heimildarmenn Fréttablaðsins, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, ganga jafnvel svo langt að segja að öll forysta flokksins þurfi að fara frá því hún hafi gerst sek um að koma flokknum í þau vandræði sem hann er nú í, með því að tryggja ekki að samráð hafi verið um stór mál innan flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira