Sport

Rallökumaður lést í Bretlandi

Breskur rallökumaður lést í slysi á lokadegi Bretlandsrallsins í dag. Michael Park, sem var aðstoðarökumaður Eistans Markkos Martins, lést þegar Martin ók bílnum á tré á fimmtándu sérleið keppninnar. Martin slapp ómeiddur úr árekstrinum. Rallið er liður í heimsmótaröð rallökumanna og var síðustu tveimur sérleiðunum aflýst sem og verðlaunaafhendingu vegna andláts Parks. Park og Martin höfðu ekið saman í um fimm ár og í ár gengu þeir til liðs við Peugeot frá Ford. Ekki er ljóst hvort dauðsfallið hefur áhrif á næstu keppnir á heimsmótaröðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×