Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn 15. september 2005 00:01 Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir. Golf Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira
Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn. Margeir segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Hann vinnur að því að fá fjárfesta í lið með sér auk þess sem hann hefur ráðið heimsþekktan golfvallarhönnuð til þess að teikna völlinn. Hann vill þó ekki gefa upp nafn hans að svo komnu máli. "Þetta er allt í vinnslu og er gríðarlega spennandi dæmi, vægast sagt. Það hefur lengi verið talað um það að byggja alvöru golfvöll á Íslandi. Nú eru menn tilbúnir í þetta og undirbúningur í fullum gangi," segir Margeir. Í Þorlákshöfn eru kjöraðstæður fyrir strandvöll í hæsta gæðaflokki sem gæti hýst golfmót atvinnumanna. Margeir neitar því ekki að þar er horft til evrópsku mótaraðarinnar. Stefnt er að því að golfvöllurinn verði tilbúinn 2008 eða ári síðar og þá er spurning hvort fremstu kylfingar heims, á borð við Colin Montgomerie, Ernie Els, Retief Goosen og fleiri snillingar mæti á strandvöllinn í Þorlákshöfn til þess að spila í evrópusku mótaröðinni. Samhliða vellinum verður byggt æfingaaðstaða, golfskáli og gistiaðstaða, einnig á vegum Golf ehf. Í Þorlákshöfn er nú þegar fyrir golfvöllur sem nýlega var stækkaður í 18 holur og er lengst golfvöllur landsins. Golf ehf. hyggst einnig taka að sér rekstur hans og hafa því tvo 18 holu velli í hæsta gæðaflokki. Ljóst er að mörg ný störf verða til með byggingu golfvallarins í Þorlákshöfn. "Þar sem sól skín á svartan sand myndast auðvitað hiti og þess vegna þetta stórkostlegt land undir golfvöll. Það styttist í að við getum upplýst meira um fyrirætlanir okkar," sagði Margeir.
Golf Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Sjá meira