Kosningabandalag vinstri flokka? 15. september 2005 00:01 Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, skrifar á heimasíðu sína í dag að Vinstri - grænir hafi viljað fyrir síðustu alþingiskosningar að stjórnarandstaðan stillti saman strengi sína og byði skýran valkost á móti ríkisstjórninni, þ.e.a.s. velferðarstjórn. Hugmyndin hafi því miður ekki fengið undirtektir og það hafi ekki verið Frjálslyndi flokkurinn sem hafi staðið í vegi fyrir henni. Hann segir menn kannski hafa viljað halda fleiri möguleikum opnum, t.d. samstarfi við Framsóknarflokkinn, sem Steingrímur telur að hafi valdið því að barátta stjórnarandstöðunnar sem heildar hafi fallið nokkuð á lokaspretti kosningabaráttunnar og ríkisstjórnin haldið velli. Vinstri - grænir hafa hug á að endurtaka leikinn og stilla saman velferðarstjórn fyrir kosningarnar 2007 að sögn Steingríms; ekki einungis vegna þess sem gerðist í Noregi heldur vegna þess hversui brýnt það sé orðið að skipta um stjórnarstefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segist ekki útiloka slíkar viðræður þegar nær dregur kosningum; hún sjái ekki að hægt sé að flytja inn slík módel frá útlöndum. Hún hafi hins vegar allt sagt það að ef stjórnarflokkarnir missi þingmeirihluta í næstu kosningum þá sé það skylda stjórnarandstöðunnar að byrja á því að ræða saman. „Hvað varðar kosningabandalag fyrir kosningar þá er auðvitað forsendan fyrir því að slíkt verði að veruleika að menn beri traust hver til annars og gangi svolítið í takt og við eigum bara eftir að sjá hvernig það verður á næsta vetri og næstu sveitastjórnarkosningum,“ segir Ingibjörg. Guðjón Arrnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir hugmyndina vel koma til greina en þá yrðu menn að vera búnir að ræða málin talsvert og leggja einhvern grunn að því hver væru helstu stefnumál sem hægt væri að ná saman um. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Einskonar kosningabandalag vinstri flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar gæti verið raunhæfur möguleiki að mati forystumanna Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna. Formaður Vinstri - grænna segir að vinstri flokkunum í Noregi hafi tekist það sem misheppnaðist hér fyrir kosningarnar 2003. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, skrifar á heimasíðu sína í dag að Vinstri - grænir hafi viljað fyrir síðustu alþingiskosningar að stjórnarandstaðan stillti saman strengi sína og byði skýran valkost á móti ríkisstjórninni, þ.e.a.s. velferðarstjórn. Hugmyndin hafi því miður ekki fengið undirtektir og það hafi ekki verið Frjálslyndi flokkurinn sem hafi staðið í vegi fyrir henni. Hann segir menn kannski hafa viljað halda fleiri möguleikum opnum, t.d. samstarfi við Framsóknarflokkinn, sem Steingrímur telur að hafi valdið því að barátta stjórnarandstöðunnar sem heildar hafi fallið nokkuð á lokaspretti kosningabaráttunnar og ríkisstjórnin haldið velli. Vinstri - grænir hafa hug á að endurtaka leikinn og stilla saman velferðarstjórn fyrir kosningarnar 2007 að sögn Steingríms; ekki einungis vegna þess sem gerðist í Noregi heldur vegna þess hversui brýnt það sé orðið að skipta um stjórnarstefnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segist ekki útiloka slíkar viðræður þegar nær dregur kosningum; hún sjái ekki að hægt sé að flytja inn slík módel frá útlöndum. Hún hafi hins vegar allt sagt það að ef stjórnarflokkarnir missi þingmeirihluta í næstu kosningum þá sé það skylda stjórnarandstöðunnar að byrja á því að ræða saman. „Hvað varðar kosningabandalag fyrir kosningar þá er auðvitað forsendan fyrir því að slíkt verði að veruleika að menn beri traust hver til annars og gangi svolítið í takt og við eigum bara eftir að sjá hvernig það verður á næsta vetri og næstu sveitastjórnarkosningum,“ segir Ingibjörg. Guðjón Arrnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir hugmyndina vel koma til greina en þá yrðu menn að vera búnir að ræða málin talsvert og leggja einhvern grunn að því hver væru helstu stefnumál sem hægt væri að ná saman um.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira