Baugsákærur standi allar 13. september 2005 00:01 Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson. Baugsmálið Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira