Barinn brýnn á Bókmenntahátíð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. september 2005 00:01 Kristján Hreinsson, Einar Kárason, Halldór Guðmundsson og Sigurður A. Magnússon voru meðal þeirra sem hlýddu á Mehmed Uzun og Margaret Atwood í Norræna húsinu í gær. Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti." Bókmenntahátíð Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti."
Bókmenntahátíð Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira