140 uppreisnarmenn fallnir 10. september 2005 00:01 Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Í gærkvöldi hófu írakskar og bandarískar hersveitir skipulagðar árásir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og kembdu götur í leit sinni að uppreisnarmönnum. Byssugelt heyrðist víða um borgina sem hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks. Undanfarna tvo daga hafa hersveitir drepið meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn og handtekið nærri tvö hundruð til viðbótar. Flestir þeirra eru arabar frá öðrum löndum en Írak. Aðgerðirnar í Tal Afar eru einhverjar þær stærstu síðan bandarískar hersveitir réðust inn í borgina Fallujah fyrir um ári síðan. Allir tvö hundruð þúsund íbúar borgarinnar hafa verið hvattir til að yfirgefa hana og flestir hafa þegar hlýtt því kalli. Í morgun sagði svo varnarmálaráðherra Íraks að næst yrði ráðist inn í borgirnar Ramadi, Samarra, Rawa og Kaím sem einnig hafa verið mikið vígi uppreisnarmanna frá nágrannalöndum Íraks. Ráðherrann sagði að skæruliðar myndu hvergi finna skjól og aðgerðirnar myndu taka skemmri tíma en fólk gerði ráð fyrir. Uppreisnarmenn yrðu annað hvort að gefast upp, eða gjalda með lífi sínu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Í gærkvöldi hófu írakskar og bandarískar hersveitir skipulagðar árásir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og kembdu götur í leit sinni að uppreisnarmönnum. Byssugelt heyrðist víða um borgina sem hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks. Undanfarna tvo daga hafa hersveitir drepið meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn og handtekið nærri tvö hundruð til viðbótar. Flestir þeirra eru arabar frá öðrum löndum en Írak. Aðgerðirnar í Tal Afar eru einhverjar þær stærstu síðan bandarískar hersveitir réðust inn í borgina Fallujah fyrir um ári síðan. Allir tvö hundruð þúsund íbúar borgarinnar hafa verið hvattir til að yfirgefa hana og flestir hafa þegar hlýtt því kalli. Í morgun sagði svo varnarmálaráðherra Íraks að næst yrði ráðist inn í borgirnar Ramadi, Samarra, Rawa og Kaím sem einnig hafa verið mikið vígi uppreisnarmanna frá nágrannalöndum Íraks. Ráðherrann sagði að skæruliðar myndu hvergi finna skjól og aðgerðirnar myndu taka skemmri tíma en fólk gerði ráð fyrir. Uppreisnarmenn yrðu annað hvort að gefast upp, eða gjalda með lífi sínu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira