Seðlabankinn óháður stjórnmálum 8. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og bankaráðsmaður í Seðalbankanum, segir að stöðu Seðlabankastjóra eigi ekki að úthluta pólitískt. Hún var einn þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarp á Alþingi 2003 þar sem sett yrði í lög að auglýsa skyldi stöðu Seðlabankastjóra. Einnig skyldi þess krafist að bankastjórar skuli hafa reynslu og víðtæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. "Þeir sem veljast til starfs Seðlabankastjóra eiga að hafa reynslu og þekkingu og helst menntun á því sviði," segir Ingibjörg Sólrún. "Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðalbanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efhahagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála.," segir hún. Sigurður Snævarr hagfræðingur segir hagfræðinga hafa misjafnar skoðanir á ráðningum í Seðlabankann. "Mín skoðun er sú að stjórn Seðlabankans er ekki hagfræðilegt úrlausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum mun nýtast honum mjög vel og bankanum," segir Sigurður. "Það skiptir öllu máli að bankinn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmálum. Það skiptir líka veruleg máli að Seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list," segir Sigurður. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segir að höfuðmarkmið breytinga á lögum um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins og brýnt þyki að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönkum til að draga úr hættunni á spillingu. "Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001," segir Þorvaldur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og bankaráðsmaður í Seðalbankanum, segir að stöðu Seðlabankastjóra eigi ekki að úthluta pólitískt. Hún var einn þriggja þingmanna Samfylkingarinnar sem lögðu fram frumvarp á Alþingi 2003 þar sem sett yrði í lög að auglýsa skyldi stöðu Seðlabankastjóra. Einnig skyldi þess krafist að bankastjórar skuli hafa reynslu og víðtæka þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. "Þeir sem veljast til starfs Seðlabankastjóra eiga að hafa reynslu og þekkingu og helst menntun á því sviði," segir Ingibjörg Sólrún. "Það er ekki í takt við breytta tíma að standa svona að málum eins og gert er. Seðalbanki Íslands er sjálfstæð stofnun sem fer með stjórn efhahagsmála en ekki framlenging á ráðuneyti efnahagsmála.," segir hún. Sigurður Snævarr hagfræðingur segir hagfræðinga hafa misjafnar skoðanir á ráðningum í Seðlabankann. "Mín skoðun er sú að stjórn Seðlabankans er ekki hagfræðilegt úrlausnarefni heldur ákveðin list. Bakgrunnur Davíðs Oddssonar og reynsla hans af stjórnmálum mun nýtast honum mjög vel og bankanum," segir Sigurður. "Það skiptir öllu máli að bankinn sé sjálfstæður gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmálum. Það skiptir líka veruleg máli að Seðlabankastjóri hafi nef fyrir tíma svo hann skynji hvenær rétti tíminn er til að grípa til aðgerða. Það er list," segir Sigurður. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segir að höfuðmarkmið breytinga á lögum um Seðlabankann hafi verið að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins og brýnt þyki að stjórnmálamönnum sé haldið í fjarlægð frá seðlabönkum til að draga úr hættunni á spillingu. "Þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir samkvæmt eðli málsins. Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og gengur einnig í berhögg við anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001," segir Þorvaldur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira