Afríska hungurvofan 5. september 2005 00:01 Þriðji hver Afríkubúi þjáist af vannæringu og árlega látast hundruð þúsunda barna í þessari heimsálfu af vannæringu. Þetta eru ekki nýjar staðreyndir, heldur margra ára vandamál sem ekki hefur tekist að ráða bót á þrátt fyrir fögur fyrirheit í ræðu og riti. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur minnst á hungursneyðina í Afríku við ýmis tækifæri, en það virðist seint ætla að takast að koma mat og vatni til þeirra milljóna í Afríku sem þjást af næringarskorti. Oft hefur það verið þannig að ekki hefur tekist vegna stjórnmálaástands í viðkomandi landi að koma nauðsynlegri hjálp til hinna bágstöddu, og matarsendingar hafa líka oft á tíðum rýrnað óeðlilega mikið á leið á áfangastað. Tónlistarmenn víða um heim hafa oftsinnis lagt bágstöddum í Afríku lið með tónleikahaldi þar sem stórstjörnur hafa troðið upp í þágu góðs málefnis, jafnframt því sem þeir hafa skemmt milljónum manna um heim allan með tónlist sinni. Það er ekki víst að tónleikagestir upp til hópa hafi komið til að hlusta á tónlistina með því hugarfari að með því væru þeir að styðja gott málefni, en eflaust hefur meirihlutinn verið á þeirri línu, hinir hafa bara komið til að skemmta sér og sýna sig og sjá aðra. Svo þegar tónleikahaldinu er lokið gleymist allt og við tekur grár hversdagsleikinn. Á dögunum var Kofi Annan á ferð í Níger í Afríku. Grein um ferð hans þangað birtist hér í Fréttablaðinu fyrir helgi. Þar lýsir framkvæmdastjórinn á átakanlegan hátt aðstæðurm ungrar konu: "Hún hafði gengið meira en áttatíu kílómetra með Zulayden, tveggja ára dóttur sína, í fanginu til að fá mat frá neyðaraðstoð. Suega hafði þegar misst tvö börn úr hungri og barnið hennar vóg nú aðeins 60 prósent af því sem tveggja ára barn á að gera. Hún sagðist óttast að litla stúlkan hennar myndi ekki hafa það af, eða í besta lagi myndi hún þurfa að líða hungur og skort alla ævi rétt eins og móðirin. Með augnaráði sem ég aldrei gleymi, grátbað hún leiðtoga heimsins um að svara ákalli um hjálp, ekki aðeins í dag heldur næstu mánuði og ár." Þetta var lýsing framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna eftir heimsókn til Níger. Síðar í þessum mánuði koma leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna saman til fundar í New York, þar sem fjallað verður um hungrið í heiminum, og ekki síst aðstæður ungra barna í vanþróðuðu ríkjunum. Þar er svo sannarlega verk að vinna, og nú þegar við Íslendingar erum komnir á lista meðal efnuðustu þjóða heims hlýtur okkur að renna blóðið til skyldunnar að láta okkar af mörkum til að lina þjáningar þessa illa stadda fólks. Í greininni í Fréttablaðinu fyrir helgi minntist Kofi Annan á nokkur atriði til lausnar þessu geigvænlega vandamáli. Hann minnti líka á að vandinn í þessum efnum væri bæði af náttúrulegum völdum og manna völdum. Í lokin sagði hann svo: "Afríka getur ekki þróast, komist í álnir, eða verið raunverulega frjáls á tómum maga." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Þriðji hver Afríkubúi þjáist af vannæringu og árlega látast hundruð þúsunda barna í þessari heimsálfu af vannæringu. Þetta eru ekki nýjar staðreyndir, heldur margra ára vandamál sem ekki hefur tekist að ráða bót á þrátt fyrir fögur fyrirheit í ræðu og riti. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur minnst á hungursneyðina í Afríku við ýmis tækifæri, en það virðist seint ætla að takast að koma mat og vatni til þeirra milljóna í Afríku sem þjást af næringarskorti. Oft hefur það verið þannig að ekki hefur tekist vegna stjórnmálaástands í viðkomandi landi að koma nauðsynlegri hjálp til hinna bágstöddu, og matarsendingar hafa líka oft á tíðum rýrnað óeðlilega mikið á leið á áfangastað. Tónlistarmenn víða um heim hafa oftsinnis lagt bágstöddum í Afríku lið með tónleikahaldi þar sem stórstjörnur hafa troðið upp í þágu góðs málefnis, jafnframt því sem þeir hafa skemmt milljónum manna um heim allan með tónlist sinni. Það er ekki víst að tónleikagestir upp til hópa hafi komið til að hlusta á tónlistina með því hugarfari að með því væru þeir að styðja gott málefni, en eflaust hefur meirihlutinn verið á þeirri línu, hinir hafa bara komið til að skemmta sér og sýna sig og sjá aðra. Svo þegar tónleikahaldinu er lokið gleymist allt og við tekur grár hversdagsleikinn. Á dögunum var Kofi Annan á ferð í Níger í Afríku. Grein um ferð hans þangað birtist hér í Fréttablaðinu fyrir helgi. Þar lýsir framkvæmdastjórinn á átakanlegan hátt aðstæðurm ungrar konu: "Hún hafði gengið meira en áttatíu kílómetra með Zulayden, tveggja ára dóttur sína, í fanginu til að fá mat frá neyðaraðstoð. Suega hafði þegar misst tvö börn úr hungri og barnið hennar vóg nú aðeins 60 prósent af því sem tveggja ára barn á að gera. Hún sagðist óttast að litla stúlkan hennar myndi ekki hafa það af, eða í besta lagi myndi hún þurfa að líða hungur og skort alla ævi rétt eins og móðirin. Með augnaráði sem ég aldrei gleymi, grátbað hún leiðtoga heimsins um að svara ákalli um hjálp, ekki aðeins í dag heldur næstu mánuði og ár." Þetta var lýsing framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna eftir heimsókn til Níger. Síðar í þessum mánuði koma leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna saman til fundar í New York, þar sem fjallað verður um hungrið í heiminum, og ekki síst aðstæður ungra barna í vanþróðuðu ríkjunum. Þar er svo sannarlega verk að vinna, og nú þegar við Íslendingar erum komnir á lista meðal efnuðustu þjóða heims hlýtur okkur að renna blóðið til skyldunnar að láta okkar af mörkum til að lina þjáningar þessa illa stadda fólks. Í greininni í Fréttablaðinu fyrir helgi minntist Kofi Annan á nokkur atriði til lausnar þessu geigvænlega vandamáli. Hann minnti líka á að vandinn í þessum efnum væri bæði af náttúrulegum völdum og manna völdum. Í lokin sagði hann svo: "Afríka getur ekki þróast, komist í álnir, eða verið raunverulega frjáls á tómum maga."
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun