Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi 27. ágúst 2005 00:01 "Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
"Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um félaga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegnir. "Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum," segir Össur. "Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræðislegum hætti eftir trúnaðarstöðum," segir hann. "Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsendum gagnkvæmrar virðingar," segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag um að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar: "Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maðurinn búinn að ganga með borgarstjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni," sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi í gær.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira