Stigalausir inn í milliriðil 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum. Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira