Fundu gas á botni Norðursjávar 20. ágúst 2005 00:01 Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. Norsk Hydro tilkynnti um fundinn í kauphöllinni í Osló í gærmorgun. Í tilkynningunni segir að gasið sem fundist hafi sé norðarlega í Norðursjónum og að aðstæður séu þannig að góðar líkur séu á að hægt verði að nýta það. Í olíutímaritinu Upstream, sem fyrst birti fréttir af fundinum, segir að um sé að ræða í kringum þrjátíu milljarða rúmmetra, sem þeir áætla að sé um þrjú hundruð milljarða króna virði. Forsvarsmenn Norsk Hydro hafa ekki enn viljað staðfesta hversu mikið magn af gasi sé um að ræða né áætlað verðmæti en staðfesta að þetta sé einn mikilvægasti fundur síðari ára í norskri lögsögu. Gaslindin er um sjö hundruð metra undir sjávarbotni sem aftur er á 380 metra dýpi. Norsk Hydro leggur þó áherslu á að það gerist ekkert alveg strax. Lindin verði könnuð frekar á næsta ári og athugað hvernig best sé að haga vinnslunni og ekki síst flutningi á gasinu til markaða, en leiðslurnar sem til eru nú eru ekki með næga flutningsgetu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. Norsk Hydro tilkynnti um fundinn í kauphöllinni í Osló í gærmorgun. Í tilkynningunni segir að gasið sem fundist hafi sé norðarlega í Norðursjónum og að aðstæður séu þannig að góðar líkur séu á að hægt verði að nýta það. Í olíutímaritinu Upstream, sem fyrst birti fréttir af fundinum, segir að um sé að ræða í kringum þrjátíu milljarða rúmmetra, sem þeir áætla að sé um þrjú hundruð milljarða króna virði. Forsvarsmenn Norsk Hydro hafa ekki enn viljað staðfesta hversu mikið magn af gasi sé um að ræða né áætlað verðmæti en staðfesta að þetta sé einn mikilvægasti fundur síðari ára í norskri lögsögu. Gaslindin er um sjö hundruð metra undir sjávarbotni sem aftur er á 380 metra dýpi. Norsk Hydro leggur þó áherslu á að það gerist ekkert alveg strax. Lindin verði könnuð frekar á næsta ári og athugað hvernig best sé að haga vinnslunni og ekki síst flutningi á gasinu til markaða, en leiðslurnar sem til eru nú eru ekki með næga flutningsgetu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira