Hafnar samsæriskenningum 14. ágúst 2005 00:01 Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða. Baugsmálið Innlent Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst síðastliðinn víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyrirtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkislögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þessara einkaréttarlegu krafna kvaðst Jón Gerald einnig vilja kæra fyrirsvarsmenn Baugs fyrir refsiverða háttsemi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Ríkislögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft samband við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir ríkislögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lögmaður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á opinberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjölmiðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verður ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vettvangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sakaðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira