Hverjum steini velt við 13. ágúst 2005 00:01 "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
"Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira