Birting ákæru í Fréttablaðinu 13. ágúst 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira