Víðtækustu aðgerðir í sögu London 29. júlí 2005 00:01 Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira