Hefja leit í föggum fólks

Öryggisyfirvöld í New York hafa ákveðið að hefja slembileit í bakpokum og töskum fólks í borginni í kjölfar árásanna á London í gær. Frá og með deginum í dag getur hver sá sem notast við almennings samgöngur í borginni átt von á að leitað verði í föggum hans. Ekki liggur fyrir hve viðamiklar aðgerðirnar eru. Hingað til hefur ekki verið farið út í slíkar aðgerðir af ótta við tafir sem af þeim kynnu að hljótast.