Enginn er eyland í R-listanum 22. júlí 2005 00:01 „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
„Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira