Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif 22. júlí 2005 00:01 Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira