Ekkert mannfall í árásunum 13. október 2005 19:33 Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira