Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum 19. júlí 2005 00:01 Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira