Pjúra íslensk hönnun 14. júlí 2005 00:01 Þær Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, Hildur Hinriksdóttir, Íris Eggertsdóttir og Elín Arndís Gunnarsdóttir eru konurnar á bak við Pjúra. Þær hafa unnið að hönnun og listsköpun undanfarin ár en létu í vor gamlan draum rætast og opnuðu verslun þar sem þær selja eigin hönnun. Búðin fór af stað í apríl og að sögn Kolbrúnar gengur reksturinn vel. "Við hönnum allt og saumum sjálfar, hver og ein undir sínu merki. Þetta er fatnaður á konur og börn og við erum líka með töluvert úrval af fatnaði fyrir barnshafandi konur," segir Kolbrún. Búðin er björt og falleg og hönnun þeirra vinkvennanna nýtur sín vel. Verslunin er í sama húsi og Frú Fiðrildi og saman mynda búðirnar skemmtilega heild. Stemningin er notaleg og stundum er staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Um daginn var til að mynda haldið dömukvöld í Pjúra og þangað mættu um 100 manns. Þessa dagana er sumarútsala í Pjúra og góður afsláttur af völdum vörum. Pils, kjólar og bolir eru á tilboði og hægt er fá einstakar flíkur á frábæru verði.Fallegt rautt dress eftir Kolbrúnu sem hannar undir merkinu Kow. Bolur 4.360 kr, pils 7.800 kr.VilhelmHildur hannar barnafatnað undir merkinu HiN. Buxur 3.500 kr. mussa 3.000 kr.VilhelmSkemmtilegar barnahúfur eftir Hildi.VilhelmFatnaður Írisar ber nafnið Krúsilíus. Blár bolur með fiðrildi 4.300 kr. pils 8.700 kr. gyllt hálsmen 2.500 kr.Vilhelm Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þær Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, Hildur Hinriksdóttir, Íris Eggertsdóttir og Elín Arndís Gunnarsdóttir eru konurnar á bak við Pjúra. Þær hafa unnið að hönnun og listsköpun undanfarin ár en létu í vor gamlan draum rætast og opnuðu verslun þar sem þær selja eigin hönnun. Búðin fór af stað í apríl og að sögn Kolbrúnar gengur reksturinn vel. "Við hönnum allt og saumum sjálfar, hver og ein undir sínu merki. Þetta er fatnaður á konur og börn og við erum líka með töluvert úrval af fatnaði fyrir barnshafandi konur," segir Kolbrún. Búðin er björt og falleg og hönnun þeirra vinkvennanna nýtur sín vel. Verslunin er í sama húsi og Frú Fiðrildi og saman mynda búðirnar skemmtilega heild. Stemningin er notaleg og stundum er staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Um daginn var til að mynda haldið dömukvöld í Pjúra og þangað mættu um 100 manns. Þessa dagana er sumarútsala í Pjúra og góður afsláttur af völdum vörum. Pils, kjólar og bolir eru á tilboði og hægt er fá einstakar flíkur á frábæru verði.Fallegt rautt dress eftir Kolbrúnu sem hannar undir merkinu Kow. Bolur 4.360 kr, pils 7.800 kr.VilhelmHildur hannar barnafatnað undir merkinu HiN. Buxur 3.500 kr. mussa 3.000 kr.VilhelmSkemmtilegar barnahúfur eftir Hildi.VilhelmFatnaður Írisar ber nafnið Krúsilíus. Blár bolur með fiðrildi 4.300 kr. pils 8.700 kr. gyllt hálsmen 2.500 kr.Vilhelm
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira