Að heyja stríð fyrir friði 9. júlí 2005 00:01 Í kjölfar hryðjuverkanna í Lundúnum ítrekuðu bæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og George Bush Bandaríkjaforseti að hvergi yrði slakað á í stríðinu gegn hryðjuverkum sem lýst var yfir eftir tilræði al-Kaída í Bandaríkjunum í september 2001. Þetta eru kunnugleg viðbrögð stjórnmálamanna þegar þeir standa andspænis afleiðingum hryðjuverka, en sannleikurinn er sá að hryðjuverk geta breytt stefnu ríkja. Markmið sprengjutilræðisins í Madríd í mars á síðasta ári var að knýja spænsk stjórnvöld til þess að kalla heim herlið sitt frá Írak, og það tókst. Ekki vegna sinnaskipta ríkjandi stjórnarherra heldur vegna þess að spænska þjóðin kaus til valda aðra menn sem vildu herlið Spánar frá Írak. Margt hefur breyst frá því að þjóðir heimsins tóku höndum saman eftir árásirnar á Manhattan og Washington og lýstu nánast einum rómi yfir samstöðu í baráttunni gegn hryðjuverkum á heimsvísu. Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að ráðast inn í Írak með fulltingi Bretlands og annarra viljugra þjóða, þar á meðal okkar Íslendinga, í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna og mikilvægra bandamanna í Evrópu, riðlaði þeirri góðu samstöðu. Reyndar er óhætt að segja að innrásin í Írak hafi þvert á móti unnið gegn markmiðum stríðsins gegn hryðjuverkum og gert heiminn mun óöruggari en hann var áður. Burtséð frá hvað hægt er að segja til að réttlæta þá aðgerð, og þar vegur þyngst að harðstjóranum Saddam Hussein var komið frá völdum, verður ekki fram hjá því litið að stríðið sem geysar í Írak er olía á átakabál heimsins og elur á óvild og hatri gegn vestrænum ríkjum. Bandaríkjaforseti hefur óspart réttlætt innrásina í Írak með þeim rökum að með því að berjast gegn hryðjuverkum að heiman minnki líkurnar á því vestrænar þjóðir þurfi að berjast gegn þeim í eigin löndum. Þessa kenningu hafa Bush og stríðshaukar hans kallað "fyrirbyggjandi stríð" og hluti af því eru aðferðir sem hefðu verið taldar óhugsandi fyrir 11. september 2001. Heimildir leyniþjónustu til að fylgjast með einstaklingum hafa til dæmis verið stórauknar en umfram allt hafa bæði Bretland og Bandaríkin leyft sér að halda meintum hryðjuverkamönnum föngnum án dóms og laga. Í þeim efnum hafa Bandaríkjamenn gengið mun harðar fram með fangabúðum sínum við Guantánamoflóa á Kúbu þar sem mörg hundruð mönnum hefur verið haldið í meira en þrjú ár án þess að ákærur hafi verið gefnar út á hendur þeim. Fangabúðirnar í Guantánamo og fréttir sem hafa borist af meðhöndlun fanga þar eru með þeim brag að auðvelt er að gera sér í hugarlund að þær séu öflugt tæki við nýliðasmölum þeirra hryðjuverkaafla sem fangabúðunum er einmitt ætlað að beinast gegn. Ekki er óvarlegt að ætla að afleiðingar hryðjuverkanna í Lundúnum verði þær að valdhafar í Bandaríkjunum og Bretlandi endurskoði aðferðirnar sem þeir hafa beitt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Það er að minnsta kosti erfitt að álykta að stríðið fyrir friði vinnist með aukinni hörku og hervaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í kjölfar hryðjuverkanna í Lundúnum ítrekuðu bæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og George Bush Bandaríkjaforseti að hvergi yrði slakað á í stríðinu gegn hryðjuverkum sem lýst var yfir eftir tilræði al-Kaída í Bandaríkjunum í september 2001. Þetta eru kunnugleg viðbrögð stjórnmálamanna þegar þeir standa andspænis afleiðingum hryðjuverka, en sannleikurinn er sá að hryðjuverk geta breytt stefnu ríkja. Markmið sprengjutilræðisins í Madríd í mars á síðasta ári var að knýja spænsk stjórnvöld til þess að kalla heim herlið sitt frá Írak, og það tókst. Ekki vegna sinnaskipta ríkjandi stjórnarherra heldur vegna þess að spænska þjóðin kaus til valda aðra menn sem vildu herlið Spánar frá Írak. Margt hefur breyst frá því að þjóðir heimsins tóku höndum saman eftir árásirnar á Manhattan og Washington og lýstu nánast einum rómi yfir samstöðu í baráttunni gegn hryðjuverkum á heimsvísu. Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að ráðast inn í Írak með fulltingi Bretlands og annarra viljugra þjóða, þar á meðal okkar Íslendinga, í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna og mikilvægra bandamanna í Evrópu, riðlaði þeirri góðu samstöðu. Reyndar er óhætt að segja að innrásin í Írak hafi þvert á móti unnið gegn markmiðum stríðsins gegn hryðjuverkum og gert heiminn mun óöruggari en hann var áður. Burtséð frá hvað hægt er að segja til að réttlæta þá aðgerð, og þar vegur þyngst að harðstjóranum Saddam Hussein var komið frá völdum, verður ekki fram hjá því litið að stríðið sem geysar í Írak er olía á átakabál heimsins og elur á óvild og hatri gegn vestrænum ríkjum. Bandaríkjaforseti hefur óspart réttlætt innrásina í Írak með þeim rökum að með því að berjast gegn hryðjuverkum að heiman minnki líkurnar á því vestrænar þjóðir þurfi að berjast gegn þeim í eigin löndum. Þessa kenningu hafa Bush og stríðshaukar hans kallað "fyrirbyggjandi stríð" og hluti af því eru aðferðir sem hefðu verið taldar óhugsandi fyrir 11. september 2001. Heimildir leyniþjónustu til að fylgjast með einstaklingum hafa til dæmis verið stórauknar en umfram allt hafa bæði Bretland og Bandaríkin leyft sér að halda meintum hryðjuverkamönnum föngnum án dóms og laga. Í þeim efnum hafa Bandaríkjamenn gengið mun harðar fram með fangabúðum sínum við Guantánamoflóa á Kúbu þar sem mörg hundruð mönnum hefur verið haldið í meira en þrjú ár án þess að ákærur hafi verið gefnar út á hendur þeim. Fangabúðirnar í Guantánamo og fréttir sem hafa borist af meðhöndlun fanga þar eru með þeim brag að auðvelt er að gera sér í hugarlund að þær séu öflugt tæki við nýliðasmölum þeirra hryðjuverkaafla sem fangabúðunum er einmitt ætlað að beinast gegn. Ekki er óvarlegt að ætla að afleiðingar hryðjuverkanna í Lundúnum verði þær að valdhafar í Bandaríkjunum og Bretlandi endurskoði aðferðirnar sem þeir hafa beitt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Það er að minnsta kosti erfitt að álykta að stríðið fyrir friði vinnist með aukinni hörku og hervaldi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun