Bretar ósammála um næstu skref 8. júlí 2005 00:01 Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira