Lífið í Lundúnum heldur áfram 8. júlí 2005 00:01 Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega. Þeir sneru margir hverjir aftur til vinnu í dag staðráðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki kveða sig í kútinn. Strætisvagn númer 30 sem var sprengdur í loft upp í gær er aftur kominn í umferð og nú fullur af farþegum. Strætisvagnafarþegi segir að breska þjóðin muni halda áfram og gera það sem hún þurfi að gera. Brynhildur segir að engu sé líkara en eitthvað liggi í loftinu og að fólk sé á varðbergi. Umferð er að mestu komin í lag en þó eru sumar lestarstvöðvar eru enn lokaðar og lögregla fylgist með þeim og öryggisverðir sýnilegri en áður. Lögreglan er litlu nær um það hvers konar sprengjur voru sprengdar í gær og sögusagnir eru um að sjálfsmorðsárás hafi verið í strætisvagninum en yfirvöld vilja lítið segja. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan að erfitt væri að gefa rétta mynd af tölu látinna. Lögreglan segir það vera vegna þess að vettvangsrannsóknir séu erfiðar og að erfitt sé að finna lík í lestargöngunum. Lögregla og yfirvöld leggja nú mikla áherslu á að finna hryðjuverkamennina sem skipulögðu og frömdu hreyðjuverkin. Sérstök vakt er nú við hafnir og flugvelli og myndir úr öryggismyndavélum verða greinar en það getur tekið tíma því London er líklega mest vaktaða borg veraldar. Yfir fjórar milljónir öryggismyndavéla eru staðsettar í borginni og sá fjöldi gefur vonir um að ódæðismennirnir hafi náðst á mynd. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega. Þeir sneru margir hverjir aftur til vinnu í dag staðráðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki kveða sig í kútinn. Strætisvagn númer 30 sem var sprengdur í loft upp í gær er aftur kominn í umferð og nú fullur af farþegum. Strætisvagnafarþegi segir að breska þjóðin muni halda áfram og gera það sem hún þurfi að gera. Brynhildur segir að engu sé líkara en eitthvað liggi í loftinu og að fólk sé á varðbergi. Umferð er að mestu komin í lag en þó eru sumar lestarstvöðvar eru enn lokaðar og lögregla fylgist með þeim og öryggisverðir sýnilegri en áður. Lögreglan er litlu nær um það hvers konar sprengjur voru sprengdar í gær og sögusagnir eru um að sjálfsmorðsárás hafi verið í strætisvagninum en yfirvöld vilja lítið segja. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan að erfitt væri að gefa rétta mynd af tölu látinna. Lögreglan segir það vera vegna þess að vettvangsrannsóknir séu erfiðar og að erfitt sé að finna lík í lestargöngunum. Lögregla og yfirvöld leggja nú mikla áherslu á að finna hryðjuverkamennina sem skipulögðu og frömdu hreyðjuverkin. Sérstök vakt er nú við hafnir og flugvelli og myndir úr öryggismyndavélum verða greinar en það getur tekið tíma því London er líklega mest vaktaða borg veraldar. Yfir fjórar milljónir öryggismyndavéla eru staðsettar í borginni og sá fjöldi gefur vonir um að ódæðismennirnir hafi náðst á mynd.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira