Háannatími valinn fyrir árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira