Al-Qaida enn á ný? 7. júlí 2005 00:01 Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna atburðanna í Lundúnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem staddur var á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi þegar árásirnar voru gerðar, segir þær villimannslegar. Hann yfirgaf fundinn í Skotlandi rétt fyrir hádegi og hélt til Lundúna. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fundinum í Skotlandi að stríðinu við hryðjuverkamenn væri langt í frá lokið. Bush sagði að ekkert yrði gefið eftir í þeirri baráttu og hryðjuverkamenn yrðu leitaðir uppi til að hægt yrði að rétta yfir þeim. Það var á tólfta tímanum sem fregnir bárust af yfirlýsingu frá áður óþekktum hópi á síður íslamskra öfgamanna. Ítalska fréttastofan ANSA greindi frá þessu og sagði hópinn, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", jafnframt vara Ítali og Dani við í yfirlýsingunni. Þeim væri nær að kalla sitt fólk heim frá Afganistan og Írak. Ekki hefur enn tekist að sannreyna yfirlýsinguna. Í millitíðinni hefur fjöldi hryðjuverkasérfræðinga lýst skoðun sinni á atburðunum og berast böndin að al-Qaida. Bent er á að ummerkin minni um margt á árásirnar í Madríd ellefta mars á síðasta ári en þá varð það hópur sem tengdist al-Qaida sem var að verki. Aðrir segja í það minnsta líklegast að íslamskir öfgamenn hafi verið að verki; London sé enda miðstöð harðlínu-íslamsks áróðurs í Evrópu. Bretar væru þess utan nánustu samstarfsmenn Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna atburðanna í Lundúnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem staddur var á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi þegar árásirnar voru gerðar, segir þær villimannslegar. Hann yfirgaf fundinn í Skotlandi rétt fyrir hádegi og hélt til Lundúna. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fundinum í Skotlandi að stríðinu við hryðjuverkamenn væri langt í frá lokið. Bush sagði að ekkert yrði gefið eftir í þeirri baráttu og hryðjuverkamenn yrðu leitaðir uppi til að hægt yrði að rétta yfir þeim. Það var á tólfta tímanum sem fregnir bárust af yfirlýsingu frá áður óþekktum hópi á síður íslamskra öfgamanna. Ítalska fréttastofan ANSA greindi frá þessu og sagði hópinn, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", jafnframt vara Ítali og Dani við í yfirlýsingunni. Þeim væri nær að kalla sitt fólk heim frá Afganistan og Írak. Ekki hefur enn tekist að sannreyna yfirlýsinguna. Í millitíðinni hefur fjöldi hryðjuverkasérfræðinga lýst skoðun sinni á atburðunum og berast böndin að al-Qaida. Bent er á að ummerkin minni um margt á árásirnar í Madríd ellefta mars á síðasta ári en þá varð það hópur sem tengdist al-Qaida sem var að verki. Aðrir segja í það minnsta líklegast að íslamskir öfgamenn hafi verið að verki; London sé enda miðstöð harðlínu-íslamsks áróðurs í Evrópu. Bretar væru þess utan nánustu samstarfsmenn Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira