Vissu ekki um fréttatilkynningu 1. júlí 2005 00:01 Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira