Allir nýnemar fá skólavist 27. júní 2005 00:01 Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira