Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira