Rússneska mafían fjármagni útrás? 16. júní 2005 00:01 Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. Sögusagnir um kaup Íslendinga á bresku keðjunni Marks og Spencer verða Guardian að umfjöllunarefni í dag. Þar segir raunar að þó að Baugur sé talinn líklegastur til að hafa áhuga á fyrirtækinu sé rætt um að þrír íslenskir fjárfestar skoði keðjuna sem man fífil sinn fegurri. Blaðamaður Guardian, Ian Griffiths, segir kaupgleði Íslendinganna valda vangaveltum um stoðir þessa íslenska kraftaverks. Ungir, íslenskir jakkalakkar hafi gjörbreytt ímynd landsins, sem sé ekki lengur litið á sem einangrað fiskimannasamfélag heldur bækisstöð athafnamanna með ítök um allan heim. Að sama skapi gangi þrálátar sögusagnir um að það séu fjármunir rússnesku mafíunnar sem Íslendingarnir séu að fjárfesta með þó að þær sögusagnir hafi aldrei að nokkru leyti fengist staðfestar. Saga Björgólfsfeðganna þykir þó áhugaverð þar sem þeim hafi tekist hið ómögulega. Þeir hafi opnað átöppunarverksmiðju í Rússlandi og selt Pepsi hana með hagnaði sem þeir hafi notað til að fjárfesta í bruggverksmiðju. Þar með hafi þeir verið komnir í óskageira rússnesku mafíunnar. Á sama tíma, segir í Guardian, var yfirmaður brugghúss í Pétursborg skotinn til bana í eldhúsinu sínu, annar fórst í kúlnahríð sem beint var að einkabifreið hans og eitt af stærri brugghúsunum brann til grunna. Bravo-brugghús Björgólfanna hafi hins vegar blómstrað undir stjórn manna sem sögðust sjálfir vera hálfgerðir einfeldingar og varð að lokum eitt stærsta brugghús Rússlands. Þegar Heineken keypti Bravo fyrir 400 milljónir dollara árið 2002 óx ekkert brugghús með jafnmiklum hraða. Heineken sagði það álitlega fjárfestingu þar sem mafíuspillingin hefði ekki náð þangað inn. Blaðamaður Guardian kemst ekki að neinni niðurstöðu um íslensku víkingana, sem hann kallar svo, en umfjöllunin gefur væntanlega nokkra hugmynd um umræðuna á breskum fjármálamarkaði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði Guardian í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. Sögusagnir um kaup Íslendinga á bresku keðjunni Marks og Spencer verða Guardian að umfjöllunarefni í dag. Þar segir raunar að þó að Baugur sé talinn líklegastur til að hafa áhuga á fyrirtækinu sé rætt um að þrír íslenskir fjárfestar skoði keðjuna sem man fífil sinn fegurri. Blaðamaður Guardian, Ian Griffiths, segir kaupgleði Íslendinganna valda vangaveltum um stoðir þessa íslenska kraftaverks. Ungir, íslenskir jakkalakkar hafi gjörbreytt ímynd landsins, sem sé ekki lengur litið á sem einangrað fiskimannasamfélag heldur bækisstöð athafnamanna með ítök um allan heim. Að sama skapi gangi þrálátar sögusagnir um að það séu fjármunir rússnesku mafíunnar sem Íslendingarnir séu að fjárfesta með þó að þær sögusagnir hafi aldrei að nokkru leyti fengist staðfestar. Saga Björgólfsfeðganna þykir þó áhugaverð þar sem þeim hafi tekist hið ómögulega. Þeir hafi opnað átöppunarverksmiðju í Rússlandi og selt Pepsi hana með hagnaði sem þeir hafi notað til að fjárfesta í bruggverksmiðju. Þar með hafi þeir verið komnir í óskageira rússnesku mafíunnar. Á sama tíma, segir í Guardian, var yfirmaður brugghúss í Pétursborg skotinn til bana í eldhúsinu sínu, annar fórst í kúlnahríð sem beint var að einkabifreið hans og eitt af stærri brugghúsunum brann til grunna. Bravo-brugghús Björgólfanna hafi hins vegar blómstrað undir stjórn manna sem sögðust sjálfir vera hálfgerðir einfeldingar og varð að lokum eitt stærsta brugghús Rússlands. Þegar Heineken keypti Bravo fyrir 400 milljónir dollara árið 2002 óx ekkert brugghús með jafnmiklum hraða. Heineken sagði það álitlega fjárfestingu þar sem mafíuspillingin hefði ekki náð þangað inn. Blaðamaður Guardian kemst ekki að neinni niðurstöðu um íslensku víkingana, sem hann kallar svo, en umfjöllunin gefur væntanlega nokkra hugmynd um umræðuna á breskum fjármálamarkaði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira