Nýjar upplýsingar breyti engu 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Orðsending Ríkisendurskoðnar til formanns fjárlaganefndar er svohljóðandi: „Í framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, 16. júní 2005, þar sem fjallað var um minnisblað Ríkisendurskoðunar frá 13. júní sl., skal tekið fram að upplýsingar í minnisblaðinu um eignarhluti í Skinney – Þinganesi hf., byggðu á hluthafalista félagsins frá 15. október 2002. Lögmanni félagsins, sem veitti upplýsingarnar fyrir þess hönd, sást yfir að sumir hluthafar í einkahlutafélaginu Ketillaugu, sem var eigandi að 17,9% í Skinney – Þinganesi hf. skv. framangreindum lista, voru venslaðir Halldóri Ásgrímssyni. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið frá lögmanni félagsins í beinu framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, átti Halldór Ásgrímsson engan hlut í félaginu og mun aldrei hafa átt. Eignarhaldi á Ketillaugu ehf. hinn 15. nóv. 2002 var háttað sem hér segir: Birgir Sigurðsson 16,667% Ingólfur Ásgrímsson 16,667% Gunnar Ásgeirsson 16,667% Guðrún Ingólfsdóttir 16,667% Ingvaldur Ásgeirsson 16.667% Aðalsteinn Ingólfsson 16,667% Ingólfur, Guðrún (nú látin) og Aðalsteinn eru öll vensluð Halldóri Ásgrímssyni. Samanlagður eignarhlutur þeirra í Ketilaugu ehf. var því 50%. Hlutur Ketillaugar ehf. í Skinney – Þinganesi hf. í nóv. 2002 var eins og áður segir 17,9% skv. upplýsingum úr hluthafaskrá Skinneyjar – Þinganess hf. Að teknu tilliti til framangreindra upplýsinga breytist óbeinn hlutur þeirra, sem venslaðir eru Halldóri, í Skinney – Þingnesi hf. úr því að vera u.þ.b. 25%, eins og frá er greint í nefndu minnisblaði, í u.þ.b. 34% á nefndu tímabili. Að mati Ríkisendurskoðunar breyta ofangreindar upplýsingar ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun lítur svo á að þetta hafi verið eina atriðið, sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndarinnar. Að gefnu þessu svari lítur stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.“ Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Orðsending Ríkisendurskoðnar til formanns fjárlaganefndar er svohljóðandi: „Í framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, 16. júní 2005, þar sem fjallað var um minnisblað Ríkisendurskoðunar frá 13. júní sl., skal tekið fram að upplýsingar í minnisblaðinu um eignarhluti í Skinney – Þinganesi hf., byggðu á hluthafalista félagsins frá 15. október 2002. Lögmanni félagsins, sem veitti upplýsingarnar fyrir þess hönd, sást yfir að sumir hluthafar í einkahlutafélaginu Ketillaugu, sem var eigandi að 17,9% í Skinney – Þinganesi hf. skv. framangreindum lista, voru venslaðir Halldóri Ásgrímssyni. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið frá lögmanni félagsins í beinu framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, átti Halldór Ásgrímsson engan hlut í félaginu og mun aldrei hafa átt. Eignarhaldi á Ketillaugu ehf. hinn 15. nóv. 2002 var háttað sem hér segir: Birgir Sigurðsson 16,667% Ingólfur Ásgrímsson 16,667% Gunnar Ásgeirsson 16,667% Guðrún Ingólfsdóttir 16,667% Ingvaldur Ásgeirsson 16.667% Aðalsteinn Ingólfsson 16,667% Ingólfur, Guðrún (nú látin) og Aðalsteinn eru öll vensluð Halldóri Ásgrímssyni. Samanlagður eignarhlutur þeirra í Ketilaugu ehf. var því 50%. Hlutur Ketillaugar ehf. í Skinney – Þinganesi hf. í nóv. 2002 var eins og áður segir 17,9% skv. upplýsingum úr hluthafaskrá Skinneyjar – Þinganess hf. Að teknu tilliti til framangreindra upplýsinga breytist óbeinn hlutur þeirra, sem venslaðir eru Halldóri, í Skinney – Þingnesi hf. úr því að vera u.þ.b. 25%, eins og frá er greint í nefndu minnisblaði, í u.þ.b. 34% á nefndu tímabili. Að mati Ríkisendurskoðunar breyta ofangreindar upplýsingar ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun lítur svo á að þetta hafi verið eina atriðið, sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndarinnar. Að gefnu þessu svari lítur stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.“
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira