Halldór ekki vanhæfur 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi segir að ljóst sé að hugleiðingar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar í umfjöllun um sölu Búnaðarbankans séu óþarfar. Ástæðurnar séu þær að Halldór tók hvorki þátt í umfjölluninni um val á S-hópnum til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum né tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að fá heimild til að skrifa undir söluna. Þetta kemur fram í nýrri athugun Ríkisendurskoðunar á hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri hf. sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Jafnframt áttu skyldmenni Halldórs samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ríkisendurskoðandi segir í skýrslu sinni að hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans teljist smávægilegir og telur málið þess eðlis að þáttur Halldórs í meðferð málsins hafi verið svo lítilfjörlegur að ekki yrði talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hefðu áhrif á ákvörðun hans. Ekki vanhæfur Í skýrslunni segir jafnframt að Halldór hafi verið frá störfum vegna veikinda frá 14. október til 26. nóvember 2002, en hinn 4. nóvember staðfesti ráðherranefndin tillögu framkvæmdanefndarinnar um að fá heimild til að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaupin á Búnaðarbankanum. "Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að í fyrsta lagi hafi ég ekki fjallað um málið og því sé óþarft að líta á það og í öðru lagi hefði ég fjallað um það þá hefði ég ekki verið til þess vanhæfur," segir Halldór. Halldór segir að fram til 14. október hafi ekkert gerst í söluferli Búnaðarbankans sem varðaði ákvörðun um það við hvern yrði talað varðandi söluna á Búnaðarbankanum. Skinney-Þinganes og Kaupfélag Skagfirðinga endurvöktu Hesteyri í því skyni að kaupa ráðandi hlut í Keri um miðjan ágúst 2002. Ker var þá hluti af S-hópnum sem var einn þriggja bjóðenda sem til greina komu varðandi kaupin á Landsbankanum eða Búnaðarbankanum. Hesteyri seldi hlut sinn í Keri þremur mánuðum síðar í skiptum fyrir hlutabréf í VÍS. Veit ekki um hagnaðinn Verðmæti hlutar Skinney-Þinganess í Keri jókst um nokkur hundruð milljónir á þessu þriggja mánaða tímabili vegna hækkunar á markaðsvirði Kers sem varð vegna þess að félagið var innan S-hópsins í viðræðum við ríkissjóð um kaupin á Búnaðarbankanum. Þegar Halldór er spurður hvað hann hafi sjálfur hagnast á þessari hækkun segist hann ekki vita það. "Ég tek hins vegar eftir því að í þessari skýrslu Ríkisendurskoðanda kemur fram að í þeim viðskiptum hafi engar peningagreiðslur átt sér stað. Ég held að það geti ekki verið rétt að hagnaðurinn hafi verið mörg hundruð milljónir," segir Halldór. Hann bendir á skýrslu ríkisendurskoðunar sem segir engan söluhagnað hafa átt sér stað hjá Hesteyri vegna sölu hlutarins í Keri enda hafi verið greitt fyrir þau með hlutabréfum. Kemur sjálfur ekkert að fyrirtækinu Spurður hvort ekki hefði verið eðlilega að skýra frá eignatengslunum milli Skinney-Þinganess og Kers á meðan viðræðurnar um sölu Búnaðarbankans stóðu yfir segir Halldór að enginn hafi haft orð á því. "Ég hafði engar hugleiðingar um það og taldi að svo væri alls ekki," segir Halldór. "Ég kem sjálfur ekkert að þessu fyrirtæki. Ég fékk þennan hlut í arf eftir föður minn og er ekki í neinum tengslum við fyrirtækið. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þeir hyggðust fyrir," segir Halldór. Aðspurður sagðist hann ekki hafa vitað að Skinney-Þinganes ætti óbeina aðild að S-hópnum. Spurður hvort hann hafi þá ekki vitað að Hesteyri ætti hlut í Keri á þessum tíma segir Halldór: "Ég frétti af því eins og hver annar borgari þegar Skinney-Þinganes keypti í Keri í gegn um Hesteyri en mér var ekki sérstaklega tilkynnt um það." Halldór var spurður hvort ekki hefði verið pólitískt rétt í ljósi stöðu hans áður en hann fór í veikindaleyfi, að hann hefði skýrt frá tengslunum. "Það hefur aldrei neitt verið dregið í efa í þessu sambandi. Það kom aldrei upp í þessari umræðu og aðalatriðið er það að niðurstaða ríkisendurskoðanda er komin fram," segir Halldór. Hann segir aðspurður ekki hafa rætt eignatengslin við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn né innan ráðherranefndarinnar. Segir afskipti sín ekki óeðlileg Halldór var spurður hvort hann hafi ekki haft óeðlileg afskipti af Búnaðarbankasölunni sem ráðherra þegar hann tók þátt í símafundi með tveimur bjóðendum í Búnaðarbankann, S-hópnum og Kaldbaki, í ljósi þess að þá hafi Skinney-Þinganes átt hlut í Keri, sem stóð að S-hópnum. Á fundinum var rætt um það hvort Kaldbakur og S-hópurinn gætu ekki sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. "Ég tel að það hafi ekki verið óeðlileg afskipti að veita viðtöl. Ég hef veitt viðtöl við fólk út af alls konar málum, ég veitti til að mynda Almenningi viðtal vegna kaupanna á Símanum," segir Halldór. "Ég veitti þetta viðtal. Ég reyndi ekki að hafa nein áhrif á niðurstöðuna," segir Halldór. Rætt um að auglýsa ekki bankana Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ákvörðunin um að auglýsa báða bankana til sölu samtímis hafi verið tekin að loknum umræðum á fundi ráðherranefndarinnar í júní 2002, eftir að Björgólfur Guðmundsson átti samtal við Davíð Oddsson um hugsanleg kaup Samson á öðrum hvorum bankanum. Davíð Oddsson kynnti þá hugmynd á fundi ráðherranefndarinnar að Samson myndi kaupa Landsbankann og tilkynnt yrði um það þegar samningum væri lokið. Heimildir Fréttablaðsins segja að Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, sem áttu sæti í ráðherranefndinni ásamt Davíð og Geir Haarde, hafi komið í veg fyrir að Landsbankinn yrði seldur Samson án auglýsingar og því hafi báðir bankarnir verið auglýstir samtímis. Halldór staðfestir að þessar umræður hafi komið upp innan ráðherranefndarinnar á þessum tíma. "Leitað hafði verið að erlendum fjárfesti til að kaupa kjölfestuhlut í bönkunum og stóð sú leit nokkuð fram yfir áramót 2002. Ekki tókst að selja bankana og málið lá niðri þegar bréf Samson barst. Þá var um það rætt hvort hægt væri að líta á þá ósk Samson sem hluta af þeirri leit sem þegar hafði átt sér stað þannig að ekki þyrfti að auglýsa að nýju. Við ræddum þetta okkar í milli. Niðurstaðan var sú, og ég held að hún hafi verið rétt, að það væri ekki hægt og það yrði að auglýsa á nýjan leik og það var gert," segir Halldór. Spurður hvort, eftirá að hyggja, hefði mátt standa betur að verki við sölu bankanna segir Halldór að alltaf megi standa betur að verki í öllum málum. "Því miður, sem voru náttúrulega vonbrigði á sínum tíma, var tiltölulega lítill áhugi um kaupin á þessum tveimur bönkum. Þrír aðilar voru metnir hæfir til að kaupa bankana og tveir þeirra keyptu," segir Halldór Formlegt vald til sölunnar ekki hjá ráðherranefnd Ríkisendurskoðandi segir að hið formlega vald til sölu bankanna hafi verið í höndum viðskiptaráðherra eins en ekki ráðherranefndarinnar. Ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af og á ábyrgð viðkomandi ráðherra. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að ráðherranefndin hafi sem slík ekki tekið beinan þátt í samningaviðræðum um sölu Búnaðarbankans. Hún hafi hins vegar tekið stefnumarkandi ákvarðanir í málinu, sem fyrst og fremst fólust í að ákveða að auglýsa bankana til sölu og fallast á tillögur framkvæmdanefndarinnar um sölufyrirkomulagið. Halldór sagðist vonast til þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöður ríkisendurskoðanda. "Ríkisendurskoðun er eftirlitsstofnun Alþingis. [...] Alþingi hlýtur að treysta sinni eftirlitsstofnun til að fara með þau mál sem að því lýtur," segir Halldór. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Sjá meira
Ríkisendurskoðandi segir að ljóst sé að hugleiðingar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar í umfjöllun um sölu Búnaðarbankans séu óþarfar. Ástæðurnar séu þær að Halldór tók hvorki þátt í umfjölluninni um val á S-hópnum til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum né tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að fá heimild til að skrifa undir söluna. Þetta kemur fram í nýrri athugun Ríkisendurskoðunar á hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri hf. sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Jafnframt áttu skyldmenni Halldórs samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ríkisendurskoðandi segir í skýrslu sinni að hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans teljist smávægilegir og telur málið þess eðlis að þáttur Halldórs í meðferð málsins hafi verið svo lítilfjörlegur að ekki yrði talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hefðu áhrif á ákvörðun hans. Ekki vanhæfur Í skýrslunni segir jafnframt að Halldór hafi verið frá störfum vegna veikinda frá 14. október til 26. nóvember 2002, en hinn 4. nóvember staðfesti ráðherranefndin tillögu framkvæmdanefndarinnar um að fá heimild til að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaupin á Búnaðarbankanum. "Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að í fyrsta lagi hafi ég ekki fjallað um málið og því sé óþarft að líta á það og í öðru lagi hefði ég fjallað um það þá hefði ég ekki verið til þess vanhæfur," segir Halldór. Halldór segir að fram til 14. október hafi ekkert gerst í söluferli Búnaðarbankans sem varðaði ákvörðun um það við hvern yrði talað varðandi söluna á Búnaðarbankanum. Skinney-Þinganes og Kaupfélag Skagfirðinga endurvöktu Hesteyri í því skyni að kaupa ráðandi hlut í Keri um miðjan ágúst 2002. Ker var þá hluti af S-hópnum sem var einn þriggja bjóðenda sem til greina komu varðandi kaupin á Landsbankanum eða Búnaðarbankanum. Hesteyri seldi hlut sinn í Keri þremur mánuðum síðar í skiptum fyrir hlutabréf í VÍS. Veit ekki um hagnaðinn Verðmæti hlutar Skinney-Þinganess í Keri jókst um nokkur hundruð milljónir á þessu þriggja mánaða tímabili vegna hækkunar á markaðsvirði Kers sem varð vegna þess að félagið var innan S-hópsins í viðræðum við ríkissjóð um kaupin á Búnaðarbankanum. Þegar Halldór er spurður hvað hann hafi sjálfur hagnast á þessari hækkun segist hann ekki vita það. "Ég tek hins vegar eftir því að í þessari skýrslu Ríkisendurskoðanda kemur fram að í þeim viðskiptum hafi engar peningagreiðslur átt sér stað. Ég held að það geti ekki verið rétt að hagnaðurinn hafi verið mörg hundruð milljónir," segir Halldór. Hann bendir á skýrslu ríkisendurskoðunar sem segir engan söluhagnað hafa átt sér stað hjá Hesteyri vegna sölu hlutarins í Keri enda hafi verið greitt fyrir þau með hlutabréfum. Kemur sjálfur ekkert að fyrirtækinu Spurður hvort ekki hefði verið eðlilega að skýra frá eignatengslunum milli Skinney-Þinganess og Kers á meðan viðræðurnar um sölu Búnaðarbankans stóðu yfir segir Halldór að enginn hafi haft orð á því. "Ég hafði engar hugleiðingar um það og taldi að svo væri alls ekki," segir Halldór. "Ég kem sjálfur ekkert að þessu fyrirtæki. Ég fékk þennan hlut í arf eftir föður minn og er ekki í neinum tengslum við fyrirtækið. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þeir hyggðust fyrir," segir Halldór. Aðspurður sagðist hann ekki hafa vitað að Skinney-Þinganes ætti óbeina aðild að S-hópnum. Spurður hvort hann hafi þá ekki vitað að Hesteyri ætti hlut í Keri á þessum tíma segir Halldór: "Ég frétti af því eins og hver annar borgari þegar Skinney-Þinganes keypti í Keri í gegn um Hesteyri en mér var ekki sérstaklega tilkynnt um það." Halldór var spurður hvort ekki hefði verið pólitískt rétt í ljósi stöðu hans áður en hann fór í veikindaleyfi, að hann hefði skýrt frá tengslunum. "Það hefur aldrei neitt verið dregið í efa í þessu sambandi. Það kom aldrei upp í þessari umræðu og aðalatriðið er það að niðurstaða ríkisendurskoðanda er komin fram," segir Halldór. Hann segir aðspurður ekki hafa rætt eignatengslin við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn né innan ráðherranefndarinnar. Segir afskipti sín ekki óeðlileg Halldór var spurður hvort hann hafi ekki haft óeðlileg afskipti af Búnaðarbankasölunni sem ráðherra þegar hann tók þátt í símafundi með tveimur bjóðendum í Búnaðarbankann, S-hópnum og Kaldbaki, í ljósi þess að þá hafi Skinney-Þinganes átt hlut í Keri, sem stóð að S-hópnum. Á fundinum var rætt um það hvort Kaldbakur og S-hópurinn gætu ekki sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. "Ég tel að það hafi ekki verið óeðlileg afskipti að veita viðtöl. Ég hef veitt viðtöl við fólk út af alls konar málum, ég veitti til að mynda Almenningi viðtal vegna kaupanna á Símanum," segir Halldór. "Ég veitti þetta viðtal. Ég reyndi ekki að hafa nein áhrif á niðurstöðuna," segir Halldór. Rætt um að auglýsa ekki bankana Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ákvörðunin um að auglýsa báða bankana til sölu samtímis hafi verið tekin að loknum umræðum á fundi ráðherranefndarinnar í júní 2002, eftir að Björgólfur Guðmundsson átti samtal við Davíð Oddsson um hugsanleg kaup Samson á öðrum hvorum bankanum. Davíð Oddsson kynnti þá hugmynd á fundi ráðherranefndarinnar að Samson myndi kaupa Landsbankann og tilkynnt yrði um það þegar samningum væri lokið. Heimildir Fréttablaðsins segja að Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, sem áttu sæti í ráðherranefndinni ásamt Davíð og Geir Haarde, hafi komið í veg fyrir að Landsbankinn yrði seldur Samson án auglýsingar og því hafi báðir bankarnir verið auglýstir samtímis. Halldór staðfestir að þessar umræður hafi komið upp innan ráðherranefndarinnar á þessum tíma. "Leitað hafði verið að erlendum fjárfesti til að kaupa kjölfestuhlut í bönkunum og stóð sú leit nokkuð fram yfir áramót 2002. Ekki tókst að selja bankana og málið lá niðri þegar bréf Samson barst. Þá var um það rætt hvort hægt væri að líta á þá ósk Samson sem hluta af þeirri leit sem þegar hafði átt sér stað þannig að ekki þyrfti að auglýsa að nýju. Við ræddum þetta okkar í milli. Niðurstaðan var sú, og ég held að hún hafi verið rétt, að það væri ekki hægt og það yrði að auglýsa á nýjan leik og það var gert," segir Halldór. Spurður hvort, eftirá að hyggja, hefði mátt standa betur að verki við sölu bankanna segir Halldór að alltaf megi standa betur að verki í öllum málum. "Því miður, sem voru náttúrulega vonbrigði á sínum tíma, var tiltölulega lítill áhugi um kaupin á þessum tveimur bönkum. Þrír aðilar voru metnir hæfir til að kaupa bankana og tveir þeirra keyptu," segir Halldór Formlegt vald til sölunnar ekki hjá ráðherranefnd Ríkisendurskoðandi segir að hið formlega vald til sölu bankanna hafi verið í höndum viðskiptaráðherra eins en ekki ráðherranefndarinnar. Ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af og á ábyrgð viðkomandi ráðherra. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að ráðherranefndin hafi sem slík ekki tekið beinan þátt í samningaviðræðum um sölu Búnaðarbankans. Hún hafi hins vegar tekið stefnumarkandi ákvarðanir í málinu, sem fyrst og fremst fólust í að ákveða að auglýsa bankana til sölu og fallast á tillögur framkvæmdanefndarinnar um sölufyrirkomulagið. Halldór sagðist vonast til þess að stjórnarandstaðan sætti sig við niðurstöður ríkisendurskoðanda. "Ríkisendurskoðun er eftirlitsstofnun Alþingis. [...] Alþingi hlýtur að treysta sinni eftirlitsstofnun til að fara með þau mál sem að því lýtur," segir Halldór.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Sjá meira