Læknadóp 8. júní 2005 00:01 Nokkrir svartir sauðir í röðum lækna hafa oft á undanförnum árum komið óorði á læknastéttina vegna útgáfu lyfseðla til fíkinefnaneytenda og misindisfólks. Þegar upp hefur komist tekur umræðan í þjóðfélaginu kipp, rætt er um það hvernig megi koma í veg fyrir þetta, en sagan endurtekur sig. Oft hefur það verið svo að mörg nöfn lækna hafa verið nefnd til sögunnar varðandi læknadópið og orðrómurinn hefur dæmt saklausa lækna hart. Þeir hafa orðið fórnarlömb hinna svörtu sauða í stéttinni. Nú hefur verið settur upp lyfjagagnagrunnur og hefur hann að hluta verið tekinn í notkun. Með tilkomu hans á að vera hægt að fylgjast með lyfseðlaútgáfu einstakra lækna og koma í veg fyrir misferli í þessum efnum. Í Fréttablaðinu í gær greinir landlæknir frá því að nokkrir læknar hafi verið átaldir vegna ávísunar á morfín. Það er ótrúlegt að læknar með langt og mikið nám að baki skuli verða uppvísir að því að láta undan eiturlyfjasjúklingum og ávísa á stórhættuleg lyf. Talað er um að nú sé morfínfaraldur hér og að hann hafi hafist fyrir um sex árum. Upp undir tíu af hundraði þeirra sem koma á Vog eru ofurseldir lyfjum sem læknar vísa á. Þar er um að ræða örvandi og róandi ávanalyf, sterk verkjalyf, ópíumefni eða morfínefni. Ópíumfíklunum fjölgar því stöðugt og hópur þeirra hefur aldrei verið stærri. Margt af þessu fólki leitar sér aðstoðar á Vogi og öðrum sjúkrastofnunum, en það þarf að koma í veg fyrir að þessi hópur stækki og stækki og lækna þá sem þegar hafa ánetjast þessu eitri. En hver er skýring landlæknis á því að læknar gefa út lyfseðla á þessi lyf: "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum," sagði landlæknir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Lyfjagrunnurinn ætti að verða það tæki sem yfirvöld eiga að geta notað til að koma í veg fyrir að læknar gefi út lyfseðla til fíkla. Grunnurinn ætti ekki síður að gagnast til að hreinsa saklausa lækna af því að hafa ekki gætt sín sem skyldi við útgáfu lyfseðla.Morfín og önnur slík kvalastillandi lyf eru nauðsynleg mörgum sem þjást af erfiðum sjúkdómum, ekki síst krabbameini, og því er af og frá að tala um að taka þessi lyf af markaði og koma þannig í veg fyrir misnotkun. Það verða líklega alltaf til læknar sem eiga það til að falla í þá freistingu að gefa út lyfseðla til fíkniefnaneytenda, en með öflugu eftirliti yfirvalda og viðeigandi ráðstöfunum er hægt að koma í veg fyrir eða minnka verulega hættuna á slíkri misnotkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Nokkrir svartir sauðir í röðum lækna hafa oft á undanförnum árum komið óorði á læknastéttina vegna útgáfu lyfseðla til fíkinefnaneytenda og misindisfólks. Þegar upp hefur komist tekur umræðan í þjóðfélaginu kipp, rætt er um það hvernig megi koma í veg fyrir þetta, en sagan endurtekur sig. Oft hefur það verið svo að mörg nöfn lækna hafa verið nefnd til sögunnar varðandi læknadópið og orðrómurinn hefur dæmt saklausa lækna hart. Þeir hafa orðið fórnarlömb hinna svörtu sauða í stéttinni. Nú hefur verið settur upp lyfjagagnagrunnur og hefur hann að hluta verið tekinn í notkun. Með tilkomu hans á að vera hægt að fylgjast með lyfseðlaútgáfu einstakra lækna og koma í veg fyrir misferli í þessum efnum. Í Fréttablaðinu í gær greinir landlæknir frá því að nokkrir læknar hafi verið átaldir vegna ávísunar á morfín. Það er ótrúlegt að læknar með langt og mikið nám að baki skuli verða uppvísir að því að láta undan eiturlyfjasjúklingum og ávísa á stórhættuleg lyf. Talað er um að nú sé morfínfaraldur hér og að hann hafi hafist fyrir um sex árum. Upp undir tíu af hundraði þeirra sem koma á Vog eru ofurseldir lyfjum sem læknar vísa á. Þar er um að ræða örvandi og róandi ávanalyf, sterk verkjalyf, ópíumefni eða morfínefni. Ópíumfíklunum fjölgar því stöðugt og hópur þeirra hefur aldrei verið stærri. Margt af þessu fólki leitar sér aðstoðar á Vogi og öðrum sjúkrastofnunum, en það þarf að koma í veg fyrir að þessi hópur stækki og stækki og lækna þá sem þegar hafa ánetjast þessu eitri. En hver er skýring landlæknis á því að læknar gefa út lyfseðla á þessi lyf: "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum," sagði landlæknir í viðtali við Fréttablaðið í gær. Lyfjagrunnurinn ætti að verða það tæki sem yfirvöld eiga að geta notað til að koma í veg fyrir að læknar gefi út lyfseðla til fíkla. Grunnurinn ætti ekki síður að gagnast til að hreinsa saklausa lækna af því að hafa ekki gætt sín sem skyldi við útgáfu lyfseðla.Morfín og önnur slík kvalastillandi lyf eru nauðsynleg mörgum sem þjást af erfiðum sjúkdómum, ekki síst krabbameini, og því er af og frá að tala um að taka þessi lyf af markaði og koma þannig í veg fyrir misnotkun. Það verða líklega alltaf til læknar sem eiga það til að falla í þá freistingu að gefa út lyfseðla til fíkniefnaneytenda, en með öflugu eftirliti yfirvalda og viðeigandi ráðstöfunum er hægt að koma í veg fyrir eða minnka verulega hættuna á slíkri misnotkun.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun