Segja Alfreð hóta samstarfsslitum 26. maí 2005 00:01 Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna og Vinstri grænna líði sé samt meirihluti fyrir málinu. Alfreð segist telja ólíklegt að sjálfstæðismenn leggist gegn málinu en í því felist engin hótun.. Hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna líði sé meirihluti fyrir málinu í stjórn Orkuveitunnar þótt Vinstri grænir sitji hjá. Hann segist því ekki trúa því að óreyndu að mál sem þetta geti orðið banabiti samstarfsins innan Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að engin formleg stefnubreyting hafi orðið hjá Reykjavíkurlistanum sem sé sammála um sölu raforku til stóriðju eins og hafi verið gert frá 1996. Þvert á móti hafi málið verið rætt á fundi borgarfulltrúa í gær þar sem fulltrúi VG var viðstaddur. „Enginn ágreiningur er um það að Orkuveita Reykjavíkur eigi að selja orku til stóriðju,“ segir Alfreð En er þetta mál svo stórt og mikilvægt í augum Vinstri grænna að þeir séu reiðubúnir að slíta samstarfinu ef það fær brautargengi? Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar, vill ekki svara því en segir málið nokkuð alvarlegt. Hann vísar að öðru leyti í tilkynningu VG í Reykjavík þar sem lýst sé yfir að yfirlýsing Alfreðs sé óheppileg. Alfreð segir að orkuöflun fyrir stóriðju sé mikilvæg fyrir Reykvíkinga, enda gríðarlega atvinnuskapandi. Það sé hins vegar spurning um hvort Orkuveitan eigi að hafa frumkvæði að stóriðju; meðal annars vegna þess hafi verið fallið frá því að undirrita samkomulagið í Helguvík. Hann segir ekki hægt að setja skilyrði um að hætta að selja raforku til stóriðju, enda eigi Orkuveitan með vitund og vilja stjórnarinnar í viðræðum við fjölmarga um slíkt. Menn hlaupi ekki frá slíku eins og hendi sé veifað. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna og Vinstri grænna líði sé samt meirihluti fyrir málinu. Alfreð segist telja ólíklegt að sjálfstæðismenn leggist gegn málinu en í því felist engin hótun.. Hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna líði sé meirihluti fyrir málinu í stjórn Orkuveitunnar þótt Vinstri grænir sitji hjá. Hann segist því ekki trúa því að óreyndu að mál sem þetta geti orðið banabiti samstarfsins innan Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að engin formleg stefnubreyting hafi orðið hjá Reykjavíkurlistanum sem sé sammála um sölu raforku til stóriðju eins og hafi verið gert frá 1996. Þvert á móti hafi málið verið rætt á fundi borgarfulltrúa í gær þar sem fulltrúi VG var viðstaddur. „Enginn ágreiningur er um það að Orkuveita Reykjavíkur eigi að selja orku til stóriðju,“ segir Alfreð En er þetta mál svo stórt og mikilvægt í augum Vinstri grænna að þeir séu reiðubúnir að slíta samstarfinu ef það fær brautargengi? Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar, vill ekki svara því en segir málið nokkuð alvarlegt. Hann vísar að öðru leyti í tilkynningu VG í Reykjavík þar sem lýst sé yfir að yfirlýsing Alfreðs sé óheppileg. Alfreð segir að orkuöflun fyrir stóriðju sé mikilvæg fyrir Reykvíkinga, enda gríðarlega atvinnuskapandi. Það sé hins vegar spurning um hvort Orkuveitan eigi að hafa frumkvæði að stóriðju; meðal annars vegna þess hafi verið fallið frá því að undirrita samkomulagið í Helguvík. Hann segir ekki hægt að setja skilyrði um að hætta að selja raforku til stóriðju, enda eigi Orkuveitan með vitund og vilja stjórnarinnar í viðræðum við fjölmarga um slíkt. Menn hlaupi ekki frá slíku eins og hendi sé veifað.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira