Róbert og Sturla misstu af titli 25. maí 2005 00:01 Kolding tryggði sér danska meistaratitilinn í gær með öruggum sigri á Aarhus, 31-27, í oddaleik. Kolding var mikið mun betra liðið í leiknum og svo gott sem tryggði sér sigur í leiknum í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 16-8. Róbert Gunnarsson skoraði níu mörk fyrir Aarhus í leiknum og þar af eitt úr víti. Hann fiskaði einnig fjögur víti. Róbert var slakur framan af leik og komst ekki í gang fyrr en leikurinn var svo gott sem búinn enda skoraði hann átta marka sinna í síðari hálfleik. Sturla Ásgeirsson komst aldrei í gang og skoraði aðeins eitt mark. Hjá Kolding fór norski markvörðurinn Sindre Vahlstadt á kostum en hann varði 27 skot og þar af 17 í fyrri hálfleik. Miðjumaðurinn Sebastian Seifert var einnig stórkostlegur með fjögur mörk og tólf stoðsendingar en þetta var annar leikurinn í röð sem hann gefur tólf stoðsendingar. "Þetta byrjaði ágætlega en svo gerðum við alveg í buxurnar," sagði Róbert við Fréttablaðið eftir leikinn. "Það vantaði alla ógnun og hraða í spilið. Við töpuðum fyrir betra liði, það verður bara að segjast eins og er. Engu að síður erum við mjög sáttur við tímabilið enda komumst við í Meistaradeild sem er árangur sem enginn átti von á." Íslenski handboltinn Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Kolding tryggði sér danska meistaratitilinn í gær með öruggum sigri á Aarhus, 31-27, í oddaleik. Kolding var mikið mun betra liðið í leiknum og svo gott sem tryggði sér sigur í leiknum í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 16-8. Róbert Gunnarsson skoraði níu mörk fyrir Aarhus í leiknum og þar af eitt úr víti. Hann fiskaði einnig fjögur víti. Róbert var slakur framan af leik og komst ekki í gang fyrr en leikurinn var svo gott sem búinn enda skoraði hann átta marka sinna í síðari hálfleik. Sturla Ásgeirsson komst aldrei í gang og skoraði aðeins eitt mark. Hjá Kolding fór norski markvörðurinn Sindre Vahlstadt á kostum en hann varði 27 skot og þar af 17 í fyrri hálfleik. Miðjumaðurinn Sebastian Seifert var einnig stórkostlegur með fjögur mörk og tólf stoðsendingar en þetta var annar leikurinn í röð sem hann gefur tólf stoðsendingar. "Þetta byrjaði ágætlega en svo gerðum við alveg í buxurnar," sagði Róbert við Fréttablaðið eftir leikinn. "Það vantaði alla ógnun og hraða í spilið. Við töpuðum fyrir betra liði, það verður bara að segjast eins og er. Engu að síður erum við mjög sáttur við tímabilið enda komumst við í Meistaradeild sem er árangur sem enginn átti von á."
Íslenski handboltinn Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira