Snorri Steinn í fótspor Ólafs 25. maí 2005 00:01 Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. "Ég hef aldrei verið í betra formi en núna. Sjálfstraustið er í botni og ég er rosalega vel stemmdur, ég hef aldrei spilað betur en ég hef gert uppá síðkastið." sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið hafði samband við hann til Þýskalands. Nú fer tímabilinu í Þýskalandi að ljúka en í lok janúar var honum tilkynnt af liði sínu, Grosswallstadt, að ekki væri á áætlun að framlengja samningi hans. ,,Það var að sjálfsögðu áfall því mér hefur liðið vel hjá liðinu, þjálfarinn er sá besti sem ég hef haft og á ég honum mjög mikið að þakka. Hann er samt að fara að hætta eftir tímabilið og sá sem tekur við af honum vildi mig ekki." Bakvið tjöldin hefur stjórn liðsins þó rætt um það að endurskoða þá ákvörðun sína að hleypa Snorra í burtu. ,,Málið er bara það að félagið er búið að kaupa marga leikmenn sem koma fyrir næsta tímabil og ég held að það hafi ekki efni á að halda mér líka." sagði Snorri sem hefur að sjálfsögðu fengið fyrirspurnir frá ýmsum liðum. ,,Það flókin staða í Þýskalandi og óvissa með marga leikmenn, þar á meðal mig. En ég hef fengið fyrirspurnir frá mörgum misgóðum liðum en ekkert tilboð enn sem komið er. Meðal þeirra liða sem hafa haft samband eru topplið bæði í Þýskalandi og á Spáni en of snemmt er að segja hvaða lið það eru." Snorri Steinn er fyrsti íslendingurinn sem fetar í fótspor Ólafs Stefánssonar með því að vera valinn í lið vikunnar fjórum sinnum. Stuðningsmenn Grosswallstadt eru ekki sáttir við það að Snorri sé á förum enda hefur hann verið besti maður liðsins síðustu leiki og skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst í 36-34 sigri á Wetzlar í síðasta leik.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira