Nýtt og spennandi nám í Borgarholt 25. maí 2005 00:01 Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám. Nám Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám.
Nám Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira