Músafjölskylda í Afgananum 19. maí 2005 00:01 "Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna." Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna."
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira